Gengið hefur verið frá samningum um sölu á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni ti norsks kaupanda. Hefur því verið bundinn endi á rúmlega hálfrar aldar samleið skipsins og íslensku þjóðarinnar. Ætlunin er að afhenda skipið nýjum eigendum í Noregi um …
Rannsóknaskip Bjarni Sæmundsson hefur sinnt hafrannsóknum á miðunum umhverfis Ísland í meira en hálfa öld. Nú er skipið á leið til Noregs.
Rannsóknaskip Bjarni Sæmundsson hefur sinnt hafrannsóknum á miðunum umhverfis Ísland í meira en hálfa öld. Nú er skipið á leið til Noregs. — Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson

Gengið hefur verið frá samningum um sölu á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni ti norsks kaupanda. Hefur því verið bundinn endi á rúmlega hálfrar aldar samleið skipsins og íslensku þjóðarinnar. Ætlunin er að afhenda skipið nýjum eigendum í Noregi um komandi mánaðamót, en ef þörf verður á skipinu í marsralli (stofnmælingu að vori) má fresta afhendingu til 1. apríl.

Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, tilkynnti starfsfólki söluna í gær og sagði um söluna: „Það verður söknuður að okkar góða skipi Bjarna Sæmundssyni sem hefur þjónað okkur í ríflega hálfa öld eða frá árinu 1970. Það er samt gott að vita til þess að hann verður áfram í notkun þótt hlutverkið verði annað,“ sagði hann.

Hafrannsóknastofnun á von á nýju hafrannsóknaskipi, Þórunni Þórðardóttur, sem hefur verið í smíðum í Vigo á Spáni. Gert er ráð

...