„Því miður koma reglulega inn erindi er varða ofbeldi í grunnskólum. Við erum meðvituð um að það er vandi sums staðar. Það vantar úrræði og það er bið eftir margvíslegri þjónustu. Þetta mál virðist vera birtingarmynd þessa vanda,“ segir Salvör Nordal umboðsmaður barna
![Salvör Nordal](/myndir/gagnasafn/2025/02/11/0c8db574-9054-4e34-898e-e05e01e9dfb6.jpg)
Salvör Nordal
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Því miður koma reglulega inn erindi er varða ofbeldi í grunnskólum. Við erum meðvituð um að það er vandi sums staðar. Það vantar úrræði og það er bið eftir margvíslegri þjónustu. Þetta mál virðist vera birtingarmynd þessa vanda,“ segir Salvör Nordal umboðsmaður barna.
Foreldrar fjögurra barna lýstu í Morgunblaðinu í gær áhyggjum af ofbeldis- og eineltismenningu sem lengi hefur þrifist í árgangi þeirra á miðstigi í Breiðholtsskóla. Ofbeldið hefur verið andlegt, líkamlegt og kynferðislegt og dæmi eru um að börn þori ekki í skólann af þessum sökum.
„Börn eru lamin í frímínútum. Það er ekkert eðlilegt við það að það séu búnar að vera nokkrar hópaárásir í þessum árgangi,“ sagði faðir stúlku í árganginum.
...