Við finnum til ríkrar ábyrgðar á að líta ekki framhjá neyð náungans heldur koma honum til bjargar.
Diljá Mist Einarsdóttir
Diljá Mist Einarsdóttir

Diljá Mist Einarsdóttir

Sjálfstæðismenn geta verið stoltir af sögu flokksins og framlagi hans til mótunar íslensks samfélags. Enda hefur sjálfstæðisstefnan skipt sköpum við að skapa eitt mesta velmegunarsamfélag heimsins. Enn er þó og alltaf verk að vinna. Þótt lífsgæði okkar séu sannarlega meiri en undangenginna kynslóða er baráttan fyrir lífsgæðum komandi kynslóða eilíf.

Það sama má segja um baráttuna fyrir betra lífi okkar minnstu bræðra. Í þjóðhátíðarræðu þann 17. júní 1962 sagði Ólafur Thors, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að þótt almenn velmegun ríkti á Íslandi mætti ekki linna sókninni fyrr en búið væri að útrýma allri fátækt. Þessi lífssýn Ólafs endurspeglaðist mjög í verkum hans. Hann beitti sér m.a. fyrir lögfestingu á framúrskarandi og víðfeðmu almannatryggingakerfi og stórauknum aðgangi að íslensku menntakerfi.

...