Leikkonan og flugfreyjan Helga Braga Jónsdóttir fagnaði sextugsafmæli sínu í nóvember og segist alls ekki eiga í vandræðum með þann áfanga. Í Ísland vaknar ræddi hún við Bolla og Þór um það sem hún elskar og hatar mest í lífinu
Leikkonan og flugfreyjan Helga Braga Jónsdóttir fagnaði sextugsafmæli sínu í nóvember og segist alls ekki eiga í vandræðum með þann áfanga. Í Ísland vaknar ræddi hún við Bolla og Þór um það sem hún elskar og hatar mest í lífinu. Hún sagði meðal annars frá því hvernig hún lærði að setja mörk gagnvart farþegum í fluginu. „Stundum get ég sagt: „Vinsamlegast ekki koma við mig.“ En það tók mig alveg langan tíma að fá kjark til að gera það.“ Hún ræddi einnig um nýjustu kvikmyndahlutverkin og hvað sundið skiptir hana miklu máli. Nánar á K100.is.