Fyrir kemur að e-m sést yfir eitthvað, já jafnvel manni sjálfum, manni yfirsést eitthvað: e-ð hefur farið framhjá manni eða manni hefur orðið e-ð á
Fyrir kemur að e-m sést yfir eitthvað, já jafnvel manni sjálfum, manni yfirsést eitthvað: e-ð hefur farið framhjá manni eða manni hefur orðið e-ð á. Að sjást ekki fyrir, verða fyrirhyggjulaus eða ofdirfskufullur, er annað. Og þá dugir ekki: „þeim sést ekki fyrir.“ Ég sést ekki fyrir og þeir sjást ekki fyrir.