Það verður að teljast nokkuð kostulegt að fylgjast með Samfylkingunni á harðaflótta undan stefnu sinni í flugvallarmálinu. Meirihlutinn í borginni sprakk meðal annars vegna langvarandi andstöðu flokksins við flugvöllinn, sem hefur orðið til þess að…
Jóhann Páll Jóhannsson
Jóhann Páll Jóhannsson

Það verður að teljast nokkuð kostulegt að fylgjast með Samfylkingunni á harðaflótta undan stefnu sinni í flugvallarmálinu. Meirihlutinn í borginni sprakk meðal annars vegna langvarandi andstöðu flokksins við flugvöllinn, sem hefur orðið til þess að þrengja sífellt að honum þannig að flugbrautum fækkar og öryggi minnkar. Í umræðum í Ríkisútvarpinu á mánudag reyndi Heiða Björk Hilmisdóttir, oddviti flokksins í borginni, að láta eins og flokkurinn væri bara alls ekki á móti flugvellinum. „Hann er ekki að fara neitt,“ sagði hún, en síðar kom í ljós að hún var að tala um að hann færi ekkert á þessu kjörtímabili!

Borgarstjóri, sem glímt hefur við hina fyrrverandi meirihlutaflokkana um þetta mál, trúði vart því sem hann heyrði. En Heiða Björk harðneitaði að um stefnubreytingu væri að ræða, sem er eflaust rétt, nú er bara sagt það sem hljómar betur. Jóhann Páll Jóhannsson

...