Lögreglan í Palermo handtók í gær nærri 150 manns í víðfeðmum aðgerðum sem beindust gegn Sikileyjarmafíunni. Rúmlega 1.200 lögregluþjónar tóku þátt í aðgerðunum, sem eru þær mestu sem lögreglan hefur ráðist í gegn mafíunni frá árinu 1984.
Dómstóll gaf út 183 handtökuskipanir í tengslum við aðgerðir lögreglunnar en 36 hinna grunuðu voru þegar í haldi lögreglunnar. Eru mennirnir sakaðir um ýmsa glæpi, allt frá morðtilraunum til fíkniefnasmygls og ólöglegrar veðmálastarfsemi.