![Grímur Viðfangsefni Unu eru stundum tilvistarlegs eðlis eða með skírskotanir í bókmenntir eða aðra menningu.](/myndir/gagnasafn/2025/02/12/b28c2269-8a54-4b61-90ef-5f08740f5c0d.jpg)
Myndlist
María Margrét Jóhannsdóttir
Við Ægisgötu 7 í Reykjavík leynist eitt af skemmtilegri sýningarrýmum miðbæjarins en þar er til húsa Gallerí Fyrirbæri sem rekið er alfarið að frumkvæði listamanna sem Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir myndlistarmaður er í forsvari fyrir. Húsið var á sínum tíma byggt fyrir verksmiðju en hýsir nú vinnustofur listamanna og gallerí. Gengið er inn um opnar bílskúrsdyr og við blasir einstaklega hrátt og ílangt rými með grófum og hrjúfum hvítmáluðum veggjum.
Nú stendur þar yfir sýning Unu Ástu Gunnarsdóttur Fyrirgef mér námslánin mín sem lýsa má sem eins konar yfirlitssýningu eða öllu heldur sem samtíningi á þeim verkum sem Una átti í handraðanum og hafa sum hver verið sýnd áður, t.d. í Danmörku. Í sýningartexta segir meðal annars að verkin
...