Samtal eða enn skemmtilegra eintal gleymist seint

Þann
11. þessa mánaðar voru 50 ár frá því að Margrét Thatcher varð forsætisráðherra, fyrst kvenna í Bretlandi. Valdatíð hennar varð mun lengri en nokkur spáði og mun sögulegri en flestir eða nokkur spáði fyrir um, á þeim degi. Og þótt hún hefði mjög lengi með eindæmum sterka stöðu í bresku ríkisstjórninni þá losaði hún sig smám saman við þá flokksbræður sína, og eftir atvikum flokkssystur, sem létu ekki nægjanlega vel að stjórn.

Valdatími hennar var þó ekki eilífur dans á rósum, og frú Thatcher varð fyrir mörgum pólitískum árásum og morðárásum andstæðinga sinna, og vitað var að allmargir flokksbræðra hennar gerðu henni flest til bölvunar, ef þeir gátu. Þar má nefna Edward Heath, einn af fyrirrennurum hennar í forsætisráðuneytinu, og Michael Heseltine, sem hafði lengi mjög álitlegan hóp manna tilbúinn til að leggja til atlögu við hana, einkum ef þeir töldu að forsætisráðherrann stæði, á

...