![](/myndir/gagnasafn/2025/02/12/827c3f25-d0b8-40b8-ba72-5305a8db5416.jpg)
Stjórnun
Andrés Jónsson
Stjórnendaráðgjafi og framkvæmdastjóri Góðra samskipta
Um þessar mundir fer í hönd tími aðalfunda hjá skráðum félögum í Kauphöll Íslands. Flest fyrirtækin starfrækja í dag svokallaðar tilnefningarnefndir. Nefndirnar leggja mat á þá sem sækjast eftir að sitja í stjórn félaganna og gera tillögu til hluthafa um heppilega samsetningu stjórnarinnar fyrir komandi verkefni fyrirtækisins. Verklagið í þessu ferli hefur verið þannig að tilnefningarnefndir funda með forstjóra, stærstu hluthöfum og þeim sem sóst hafa eftir stjórnarsætum og leggja svo fram tillögu sína um jafn marga stjórnarmenn og sæti eiga í stjórn félagsins.
Á borði félaganna liggur nú bréf frá næststærsta lífeyrissjóði landsins, LIVE, þar sem komið er á framfæri gagnrýni
...