![Bestu eldiskvíarnar í dag byggjast á mikilli handavinnu, sem gerir framleiðslu í Evrópu of kostnaðarsama.](/myndir/gagnasafn/2025/02/12/bd000326-90db-4700-a88f-db0761abb5a4.jpg)
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Hjörtur útskýrir að kaupin á Kohinoor hafi átt sér nokkurn aðdraganda og að vegferðin hafi í raun byrjað í ársbyrjun 2024 ári eftir að gengið var frá samningi um kaup á öllu hlutafé í norska félaginu Mørenot. Það félag hefur, líkt og Hampiðjan, framleitt og þjónustað veiðarfæri, búnað til fiskeldis sem og ofurtóg fyrir olíuiðnað og vindmyllur til hafs.
„Þeir voru búnir að vera í samstarfi við þetta indverska fyrirtæki og höfðu gert samninga við Kohinoor til fimm ára. Mørenot var að kaupa töluvert af köðlum af þeim fyrir fiskeldiskvíar og samstarfið gekk vel,“ segir Hjörtur. Styttist þó í að samningar norska dótturfélagsins og Kohinoor myndu renna út og komu því fulltrúar indverska félagsins til Noregs.
„Þarna fengum við
...