Smashing Pumpkins Hljómsveitin hefur unnið til fjölda verðlauna.
Smashing Pumpkins Hljómsveitin hefur unnið til fjölda verðlauna. — AFP/Stacy Revere

Bandaríska hljómsveitin The Smashing Pumpkins er á leiðinni til Íslands í fyrsta skipti og mun halda sannkallaða stórtónleika í Laugardalshöll 26. ágúst, að því er segir í tilkynningu. Almenn miðasala hefst á föstudaginn, 14. febrúar, klukkan 10 en póstlistaforsala Senu Live hefst hins vegar í fyrramálið, fimmtudaginn 13. febrúar, klukkan 10. Í boði verða miðar í stæði og á fjögur sitjandi svæði en einnig verður hægt að fá tvenns konar VIP-­uppfærslur. Miðaverð verður frá 19.990 krónum.

„The Smashing Pumpkins er ein af áhrifamestu hljómsveitum allra tíma og hefur átt stóran þátt í mótun indí-tónlistar og menningar frá því hún var stofnuð í Chicago árið 1988,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Þá hefur hljómsveitin selt yfir 30 milljónir platna um allan heim og unnið til fjölda verðlauna. Má þar meðal annars nefna tvenn Grammy-verðlaun, sjö MTV VMA-verðlaun og American Music-verðlaun.“

...