— Morgunblaðið/Ásdís

Tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, var léttur í viðtali við Ísland vaknar á K100. Þar kom meðal annars til tals hvort hann væri efni í næsta borgarstjóra, sem hann hafnaði með bros á vör. „Það myndu líða svona 17 mínútur þar til ég yrði spilltur,“ sagði hann kíminn og bætti við að hann hugsaði alltaf hvað væri best fyrir sig og frænda sinn. Gauti sagðist þó fús til að leggja sitt af mörkum með öðru móti. „Það má alveg nota lagið Reykjavík ef það kemur einhverri stemningu á,“ sagði hann léttur í bragði. Viðtalið er í heild sinni á K100.is.