![Hetjan Jude Bellingham tryggði Real Madríd endurkomusigur.](/myndir/gagnasafn/2025/02/12/eb8657f8-c22d-4789-9c39-8a8b589a2087.jpg)
Real Madríd vann dramatískan 3:2-sigur á Manchester City í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla á Etihad-leikvanginum í Manchester í gærkvöldi.
Erling Haaland kom heimamönnum í Man. City í tvígang í forystu, fyrst á 19. mínútu og svo á 80. mínútu þegar hann skoraði úr vítaspyrnu. Í millitíðinni hafði Kylian Mbappé jafnað metin fyrir Real Madríd.
Fjórum mínútum fyrir leikslok jafnaði Brahim Díaz metin í 2:2 áður en Jude Bellingham tryggði gestunum frá Madríd sigurinn með marki undir blálokin.
París SG fór langt með að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum með öruggum útisigri á löndum sínum í Brest, 3:0.
Ousmane Dembélé skoraði tvívegis fyrir PSG og hefur nú skorað 23 mörk í 28 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Vitinha kom Frakklandsmeisturunum á bragðið með marki úr vítaspyrnu.
Slíkt hið sama gerði Borussia Dortmund sem heimsótti Sporting til Lissabon og vann sömuleiðis
...