![Ísak segir mjög mikilvægt fyrir íslenskt atvinnulíf að ríkisstjórnin hækki ekki skatta, sem séu í hæstu hæðum miðað við samanburðarlönd.](/myndir/gagnasafn/2025/02/12/eb084535-8d33-4129-a568-5985e29282d4.jpg)
Ísak Einar Rúnarsson, forstöðumaður málefnasviðs Samtaka atvinnulífsins, segir mikilvægt að íslensk stjórnvöld gæti viðskiptahagsmuna lands og þjóðar komi til tollastríðs milli Evrópu og Bandaríkjanna og miklu máli skipti að Ísland og Noregur verði undanskilin varnaraðgerðum ESB í tollamálum.
Hver eru helstu verkefnin fram undan?
Í persónulega lífinu er það helst fram undan að búa sig undir að eignast barn, sem er auðvitað ótrúlega spennandi. Í starfi er það helst að sjá hvernig ný ríkisstjórn hyggst spila úr sínum spilum. Það er enn nokkuð óljóst þó að það sé að skýrast betur og betur.
Einna mestu skiptir að ríkisstjórnin standi við gefin loforð um að hækka ekki skatta. Hún hafur verið að gefa skattahækkunum undir fótinn undanfarna daga og vikur að mínu mati og það er afskaplega mikilvægt,
...