![](/myndir/gagnasafn/2025/02/12/beca3be9-1024-4369-bc9b-31732e1f0c8c.jpg)
— Morgunblaðið/Karítas
Starfsmenn á vegum Reykjavíkurborgar hófu grisjun skógarins í Öskjuhlíð í gærmorgun. Ástæðan er lokun á austur/vestur-flugbrautinni þar sem hæstu trén þykja ógna flugöryggi. Að þessu sinni verða felld 40-50 tré sem skaga hæst upp úr hlíðinni. Fyrir liggur að þetta er ekki fullnægjandi aðgerð þar sem til stendur að fella að minnsta kosti 1.400 tré og er áætlaður kostnaður vegna þess talinn hlaupa á hundruðum milljóna króna, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu stjórnsýslu og gæða hjá Reykjavíkurborg.