— Morgunblaðið/Karítas

Starfsmenn á vegum Reykjavíkurborgar hófu grisjun skógarins í Öskjuhlíð í gærmorgun. Ástæðan er lok­un­ á aust­ur/vest­ur-flug­braut­inni þar sem hæstu trén þykja ógna flu­gör­yggi. Að þessu sinni verða felld 40-50 tré sem skaga hæst upp úr hlíðinni. Fyrir liggur að þetta er ekki full­nægj­andi aðgerð þar sem til stend­ur að fella að minnsta kosti 1.400 tré og er áætlaður kostnaður vegna þess tal­inn hlaupa á hundruðum millj­óna króna, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá skrifstofu stjórnsýslu og gæða hjá Reykjavíkurborg.