Gunnari Rögnvaldssyni á Löngumýri í Skagafirði varð að orði þegar hann leit enn eina veðurlægðina leggjast yfir landið Þessa ljótu lægðaspá sem lemur utan kofann. Gul og rauð og græn og blá, gerði Veðurstofan

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Gunnari Rögnvaldssyni á Löngumýri í Skagafirði varð að orði þegar hann leit enn eina veðurlægðina leggjast yfir landið

Þessa ljótu lægðaspá

sem lemur utan kofann.

Gul og rauð og græn og blá,

gerði Veðurstofan.

Séra Hjálmar Jónsson vekur máls á því, að sífelldar auglýsingar um tiltekinn skort bylji á hlustum vorum af hálfu Boozt:

Þolinmæðin mikil er

en málfræðin er sljó.

Alveg síðan í október

„Ágústi vantar skó.“

Ef til vill er það málvöndunarskortur. Ólafur Stefánsson

...