Þann 29. janúar síðastliðinn gekk ár snáksins í garð hjá Kínverjunum vinum okkar. Tók við af ári drekans. Dýrslegar nafngiftir áranna rekja sögu sína langt aftur um aldir og dýrin eru tólf talsins. Vísa hvert og eitt til hvers þess árs sem það tekur …
Búrgúndírauður, rósagylltur og stál. Tær fegurð.
Búrgúndírauður, rósagylltur og stál. Tær fegurð.

Hið ljúfa líf

Stefán E. Stefánsson

ses@mbl.is

Þann 29. janúar síðastliðinn gekk ár snáksins í garð hjá Kínverjunum vinum okkar. Tók við af ári drekans. Dýrslegar nafngiftir áranna rekja sögu sína langt aftur um aldir og dýrin eru tólf talsins. Vísa hvert og eitt til hvers þess árs sem það tekur himinhnöttinn Júpíter að ferðast um miðpunktinn sjálfan, sólina.

Snákurinn er í huga okkar sem byggjum norðlægar slóðir eitthvað sem veldur óhug og ógleði. Ekki bætir úr skák að þeir sem kannast við texta Biblíunnar minnast þess hver holdtekja illskunnar var í aldingarðinum Eden. Hughrifin eru önnur hjá þjóðum Austurlanda. Þannig er snákurinn tákn vísdóms, umbreytingar, rólyndis og sköpunarkrafts.

Snákurinn er víða

...