![Valdimar Ármann og Jón Bjarki voru gestir Magdalenu í Dagmálum.](/myndir/gagnasafn/2025/02/12/9e8ab082-fcb4-45ef-8c18-754a709a4899.jpg)
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í síðustu viku að stýrivextir yrðu lækkaðir um 50 punkta og standa þeir því nú í 8%. Gestir í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna voru þeir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka og Valdimar Ármann, fjárfestingarstjóri Arctica sjóða. Í þættinum var rætt um vaxtaákvörðunina, óvissuna í alþjóðlegum efnahagsmálum og efnahagshorfur hérlendis.
Spurðir hvort eitthvað í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar hafi komið þeim á óvart segir Valdimar að það hafi helst verið tónninn í yfirlýsingunni.
„Seðlabankinn vill koma því skýrt á framfæri að hann er ekki að minnka aðhaldið í hagkerfinu, það er að segja hann er ekki að lækka raunstýrivexti. Hann er að laga nafnstýrivexti að lækkandi verðbólgu,“ segir Valdimar og bætir við að honum hafi þótt yfirlýsingin heldur
...