![Tækifærin eru bæði landfræðileg og tæknileg að sögn Sveins.](/myndir/gagnasafn/2025/02/12/eae019d2-b4dd-4eb2-a3a6-8868cb3f211c.jpg)
Sveinn Sölvason, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Emblu Medical, segir í ítarlegu samtali við ViðskiptaMoggann að fyrirtækið sé í dag með starfsemi í nær öllum löndum sem eru með einhvers konar heilbrigðiskerfi. „En í þeim löndum þar sem langstærsti hluti mannkyns býr er ekki nógu virkt heilbrigðiskerfi. Níutíu prósent af lausnum okkar eru fjármögnuð af opinberum eða einkareknum tryggingakerfum. En í löndum eins og Kína, Brasilíu og Indlandi er því ekki til að dreifa. Þar snýst þetta mjög mikið um að auka aðgengi að lausnum okkar. Í þeim tilgangi menntum við stoðtækjafræðinga og erum einnig að þróa einfaldari og ódýrari lausnir sem henta þessum mörkuðum. Viðskiptamódel okkar er sem sagt talsvert frábrugðið í þessum löndum samanborið við lönd þar sem gamalgróið heilbrigðiskerfi er til staðar. Í þróuðum löndum erum við einfaldlega í góðum samskiptum við sérfræðinga og heilbrigðisyfirvöld. Allt er í fastmótuðum ferlum. Í fátækari löndum, þar
...