„Hér er sko ekki slegið slöku við, og frekar spýtt í heldur en hitt. Þeir byrjuðu klukkan sjö í morgun. Á þessum bæ þarf sko ekki að stilla neina vekjaraklukku,“ segir einn íbúi hússins við Árskóga 7 um framkvæmdir sem hófust fyrir framan húsið hjá honum snemma í morgun.

Það er ekki mikill svefnfriður hjá íbúunum. Í morgun hófst steypuvinna við endann sem snýr að gatnamótum Árskóga og Álfabakka.

Eins og fram hefur komið liggur stjórnsýslukæra Búseta inni hjá úrskurðarnefnd um­hverfis-­­ og auðlindamála og er beðið niðurstöðu nefndarinnar. Eftir að kæran var lögð fram ákvað byggingarfulltrúinn í Reykjavík að afturkalla byggingarleyfi fyrir kjötvinnslunni í húsinu.