![Sumir leiðtogar ættu að standa upp og setjast aftur við eigið eldhúsborð.](/myndir/gagnasafn/2025/02/12/9e8ab082-fcb4-45ef-8c18-754a709a4899.jpg)
Leiðtogar kennara vita sem er að þeir hafa ekki efni á að fara í allsherjarverkföll, né vilja þeir fá yfir sig almenna reiði samfélagsins. Því reyndu þeir að velja úr skóla sem að þeirra mati myndu ekki rugga samfélaginu of mikið. Gekk ekki betur en svo að þeir fengu á sig dóm. Krossferðin á enda komin, tími til að semja.
Einar borgarstjóri lýsir því óvænt yfir í viðtali að það sé ekki hans launaseðill sem skipti öllu máli. Þvílíkur þyrnirósarsvefn sem þetta hefur verið hjá Einari síðustu ár. Það er öllum ljóst að það er ekki launaseðillinn sem hann á að vera að hugsa um og enginn er að hugsa um hann nema Einar sjálfur. Nú er hann hins vegar búinn að opna geymsluna fyrir öll varahjólin sem vinstrimenn bjóða upp á, varahjól sem eru fyrir löngu loftlaus orðin.
Inga Sæland heldur áfram að fá frekjuköst og sannar með hverju þeirra að flokkur hennar er ekkert nema hennar
...