![Hermann Björnsson forstjóri Sjóvár segir að rekstrarmódel félagsins hafi virkað afar vel fyrir fyrirtækið.](/myndir/gagnasafn/2025/02/12/b4e0ab80-8828-4491-a68a-c03cce4a3089.jpg)
Hermann Björnsson forstjóri Sjóvár segir að félagið sjái þau tækifæri sem felist í að vera með tryggingafélag sem sé ótengt fjármálafyrirtækjum.
Sjóvá er svo gott sem eina tryggingafélagið á markaðnum hér á landi sem er ekki annaðhvort hluti af fjármálafyrirtæki eða í samstarfi við slíkt. Arion og Vörður sameinuðust fyrir nokkrum árum. Landsbankinn keypti TM af Kviku á síðasta ári og á þessu ári var tilkynnt að Íslandsbanki og VÍS, sem er hluti af Skaga-samstæðunni, myndu hefja samstarf.
Hermann segir að Sjóvá líti á sína stöðu sem sjálfstætt, óháð tryggingarfélag sem skýran valkost á markaði og hafi náð frábærum árangri í rekstri sem slíkt.
„Við teljum tækifæri felast í þeirri aðgreiningu sem við höfum náð á markaðnum og byggjum þar á yfirburðaþjónustu og þekkingu á tryggingum. Það er
...