![Björn er stoltur af heiðursverðlaunum UT-verðlauna Ský sem afhent voru um helgina.](/myndir/gagnasafn/2025/02/12/e56f7d56-310d-489a-be19-cbe5137f66e7.jpg)
Meðal þess sem gagnaversfyrirtækið Borealis Data Center hyggst nota 21 milljarðs króna fjármögnun í, sem sagt var frá á mbl.is í síðustu viku, er uppbygging á næstu kynslóð gagnavera til að styðja við fjölbreyttar þarfir viðskiptavina, m.a. á sviði gervigreindar. „Við erum alltaf að bæta gagnaver okkar til að mæta ríkari kröfum viðskiptavina og styðja við aukna reiknigetu nútímatölvubúnaðar. Nýjustu kynslóðir tölvubúnaðar krefjast aukinnar kælingar og við munum setja upp næstu kynslóð af kælibúnaði til að gera þetta mögulegt,“ segir Björn Brynjúlfsson forstjóri fyrirtækisins í samtali við ViðskiptaMoggann.
„Í nýjum tölvubúnaði þarf að kæla örgjörvann með vökva og við nýtum kalda loftið með varmaskiptum. Það er mjög hagfellt að vera staðsettur á norðurslóðum í þessu samhengi.“
Aðspurður segir Björn að glettilega miklu geti
...