![Akureyri Jonathan Rasheed leikur með KA í Bestu deildinni í sumar.](/myndir/gagnasafn/2025/02/12/9b957ee9-5726-4295-b775-250fa38b0ca4.jpg)
Akureyri Jonathan Rasheed leikur með KA í Bestu deildinni í sumar.
— Ljósmynd/Värnamo
Knattspyrnumarkvörðurinn Jonathan Rasheed er kominn til KA frá Värnamo í Svíþjóð. Markvörðurinn er fæddur í Svíþjóð en er með norskt og nígerískt ríkisfang. Rasheed er 33 ára gamall og mun veita Steinþóri Má Auðunssyni samkeppni um markvarðarstöðuna hjá KA-mönnum. Hann hefur leikið 47 leiki í efstu deild Svíþjóðar og 40 leiki í sænsku B-deildinni. Hann spilaði 14 leiki fyrir Värnamo í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.