„Góð skáld eiga alltaf erindi við samfélagið, ekki síst þegar ljóðin hafa boðskap og hugsun,“ segir Örn Árnason leikari. Hann er nú með í undirbúningi kvöldskemmtun sem verður í Salnum í Kópavogi 22
![Ljóð Formið er heillandi, segir Örn Árnason, hér við styttuna af Tómasi.](/myndir/gagnasafn/2025/02/12/7fa061ad-28e5-4cce-bca9-34c7e7257fd4.jpg)
Ljóð Formið er heillandi, segir Örn Árnason, hér við styttuna af Tómasi.
— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Góð skáld eiga alltaf erindi við samfélagið, ekki síst þegar ljóðin hafa boðskap og hugsun,“ segir Örn Árnason leikari. Hann er nú með í undirbúningi kvöldskemmtun sem verður í Salnum í Kópavogi 22. febrúar næstkomandi og hefst kl. 20. Þar mun Örn ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur – Diddú – og Jónasi Þóri píanóleikara með lestri og söng flytja ýmis ljóð Tómasar Guðmundssonar skálds svo úr verður dagskrá sem ber heitið Tómas og við.
Liggur yfir Tómasarkvæðum
Í íslenskum bókmenntum og ljóðlist er Tómas Guðmundsson (1901-1983) stórt nafn. Fyrsta ljóðabók Tómasar Við sundin blá kom út 1925. Strax þá var nýr tónn sleginn með því að ljóðin höfðu tengingu við Reykjavík.
...