Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, sagði í gær að Kanadamenn myndu streitast gegn öllum tollum sem Bandaríkjastjórn vill leggja á stálinnflutning til Bandaríkjanna, en Trump Bandaríkjaforseti undirritaði í fyrradag forsetatilskipanir um 25%…
![Justin Trudeau](/myndir/gagnasafn/2025/02/12/50789ecf-557f-453d-9dbc-4520669ac43e.jpg)
Justin Trudeau
Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, sagði í gær að Kanadamenn myndu streitast gegn öllum tollum sem Bandaríkjastjórn vill leggja á stálinnflutning til Bandaríkjanna, en Trump Bandaríkjaforseti undirritaði í fyrradag forsetatilskipanir um 25% toll á innflutning stáls og áls til Bandaríkjanna frá og með 12. mars næstkomandi.
Sagði Trudeau að stáltollur myndi leggjast hart á Kanadamenn, sem væru „nánustu bandamenn Bandaríkjanna“ og að engin réttlæting væri fyrir tollunum. Kanadamenn munu ræða við Bandaríkjastjórn á næstu vikum til þess að sýna fram á neikvæðar afleiðingar tollanna.
Leiðtogar Evrópusambandsins hétu því sömuleiðis í gær að ríki Evrópu myndu bregðast við tollunum, komi þeir til framkvæmda.