„Við erum með mál þar sem Þórkatla hefur ekki viðurkennt kröfur um dráttarvexti vegna greiðsludráttar. Þegar greiðsludráttur verður hjá Þórkötlu leiðir það til greiðsludráttar hjá okkar umbjóðendum sem síðan hafa þurft að greiða dráttarvexti…
![](/myndir/gagnasafn/2025/02/12/00fcdbe0-16ff-4cbd-9208-de745b02b8dd.jpg)
— Morgunblaðið/Eggert
Óskar Bergsson
oskar@mbl.is
„Við erum með mál þar sem Þórkatla hefur ekki viðurkennt kröfur um dráttarvexti vegna greiðsludráttar. Þegar greiðsludráttur verður hjá Þórkötlu leiðir það til greiðsludráttar hjá okkar umbjóðendum sem síðan hafa þurft að greiða dráttarvexti til seljenda í sínum fasteignaviðskiptum,“ segir Telma Sif Reynisdóttir, lögmaður hjá Novum lögfræðiþjónustu, sem hefur tekið að sér á sjötta tug mála er snúa að uppgjöri Þórkötlu og Náttúruhamafaratryggingar Íslands við húseigendur í Grindavík.
Ekki samkvæmt venju
Dæmi eru um að Þórkatla hafi gert breytingar á greiðslufyrirkomulagi frá því sem kemur fram í kaupsamningi. Í hefðbundnum fasteignaviðskiptum er afsal undirritað og millifærsla framkvæmd á fasteignasölunni samtímis. Þórkatla hefur tekið
...