![Endurvinnsla Fernur eru ekki endurunnar eins og sakir standa.](/myndir/gagnasafn/2025/02/12/73c92fe7-89ed-4d1f-ab28-4c37a617c905.jpg)
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Sorpa hefur neyðst til að breyta fyrirkomulagi endurvinnslu á pappír í kjölfar þess að bilun kom upp hjá fyrirtækinu sem sér um flokkun hans.
Fyrirtækið Stena Recycling í Gautaborg hefur séð um að flokka drykkjarfernur frá öðrum pappír fyrir Sorpu og sent í sérhæfða endurvinnslu. Tjón varð hjá fyrirtækinu og hefur flokkunaraðstaða þess verið lokuð frá því um miðjan desember. Unnið er að viðgerðum á flokkunaraðstöðunni og gera forsvarsmenn Stena ráð fyrir að fyrirtækið geti að nýju tekið við pappír frá Sorpu í síðasta lagi 1. apríl næstkomandi. Þetta kom fram í minnisblaði Jóns Viggós Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sorpu, sem lagt var fram á síðasta fundi stjórnar fyrirtækisins. Þar segir jafnframt að forráðamenn Stena hafi vegna umrædds tjóns óskað heimildar hjá Sorpu til að senda
...