Karphúsið Annasamt hefur verið hjá embætti ríkissáttasemjara.
Karphúsið Annasamt hefur verið hjá embætti ríkissáttasemjara. — Morgunblaðið/Golli

Kjaraviðræðum sem vísað hefur verið til embættis ríkissáttasemjara hefur fjölgað nokkuð að undanförnu. Í gær voru alls 17 mál sem vísað hefur verið til sáttameðferðar í vinnslu hjá ríkissáttasemjara.

Nokkur mál hafa verið hjá ríkissáttasemjara um langa hríð, þar á meðal eru kennaradeilurnar, viðræður VM og SA vegna fyrirtækja í laxeldi og tengdum greinum og viðræður Félags prófessora og samninganefndar ríkisins.

Ekki hefur verið boðað til sáttafundar í kjaradeilum Eflingar og Hlífar við Sorpu en viðræðunum var vísað til ríkissáttasemjara á dögunum.

Á morgun er fyrirhugaður sáttafundur í deilum verkalýðsfélaga og SA fyrir hönd Norðuráls og Elkem á Grundartanga vegna endurnýjunar kjarasamninga starfsmanna hjá verksmiðjunum.

...