![Sorg Tiger Woods dró sig úr keppni þar sem hann syrgir móður sína.](/myndir/gagnasafn/2025/02/12/401a747f-7068-4649-89dd-614ca7f3b321.jpg)
Sorg Tiger Woods dró sig úr keppni þar sem hann syrgir móður sína.
— AFP/Andy Buchanan
Tiger Woods, frægasti kylfingur allra tíma, verður ekki með á Genesis Invitational-mótinu þar sem hann er enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar. Móðir hans Kultida Woods féll frá 4. febrúar síðastliðinn og var tilkynnt um þátttöku Tigers á mótinu þremur dögum eftir andlátið.
Í yfirlýsingu sem Tiger sendi frá sér í gær kveðst hann ekki tilbúinn að snúa aftur á golfvöllinn þar sem hann sé enn að jafna sig á andlátinu.