Valur, Haukar og Fram unnu öll góða sigra í 15. umferð úrvalsdeildar kvenna í handknattleik í gærkvöldi. Um þrjú efstu lið deildarinnar er að ræða og hafa þau verið í sérflokki á tímabilinu. Þá sérstaklega Valur sem er með sex stiga forskot á toppnum en Haukar í öðru sæti eiga leik til góða. Valur hafði betur gegn ÍR, 22:19, á Hlíðarenda, Haukar lentu ekki í vandræðum með Selfoss á Ásvöllum og unnu 29:20 og þá vann Fram sterkan sigur á Stjörnunni, 30:28, í Úlfarsárdal. » 22