Heilbrigðismarkaðurinn er stór og flókinn. Lyfjafyrirtækin eru einna stærst og margir að keppast um sömu fjármunina.
Sveinn segir að samþykkt Medicare á auknu aðgengi að tölvustýrðum hnjám sé stærsta einstaka jákvæða breytingin á bandaríska endurgreiðslukerfinu í áratugi.
Sveinn segir að samþykkt Medicare á auknu aðgengi að tölvustýrðum hnjám sé stærsta einstaka jákvæða breytingin á bandaríska endurgreiðslukerfinu í áratugi. — Morgunblaðið/Eyþór

Ekki er langt síðan stoðtækjafyrirtækið Embla Medical, við Grjótháls í Reykjavík, færði aðalinngang fyrirtækisins milli húsa. Nú kemur maður inn í hlýlegt anddyri og á hægri hönd blasir við einskonar veitingastaður þar sem starfsmenn sitja að snæðingi og ræða saman um daginn og veginn.

Samtal okkar Sveins Sölvasonar fer fram á annarri hæð hússins og á leiðinni upp stigann segir forstjórinn mér að einhverjir muni væntanlega eftir því þegar bifreiðaumboðið BL var í húsinu og Land Rover-bílar og fleiri glæsifákar prýddu neðstu hæðina.

Áður en við ræðum viðburðaríkt liðið ár rifjar Sveinn upp sögu Emblu Medical sem hófst með stofnun Össurar hf. fyrir rúmlega fimmtíu árum.

„Fyrirtækið var stofnað af stoðtækjafræðingnum Össuri Kristinssyni árið 1971 og upphaflegt markmið var að þjónusta

...