![Svartur á leik.](/myndir/gagnasafn/2025/02/12/1d7f1ad2-4251-4813-b3f3-d1ea49fd291a.jpg)
Staðan kom upp á Skákþingi Reykjavíkur sem lauk fyrir skömmu í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Sigurbjörn Hermannsson (1.798) hafði svart gegn Gauta Páli Jónssyni (2.152). 62…He1? svartur hefði átt unnið tafl eftir 62…Kd3, t.d. væri 63. Hh8 svarað með 63…e3 64. Hd8+ Ke2 og upp er komin fræðilega unnin staða. 63. Hh3+ Ke2 64. Hh4? staðan er fræðilegt jafntefli eftir 64. Ha3 e3 65. Ha2+. 64…e3? svarta staðan hefði verið unnin eftir 64…Kd2 65. Hh8 Ha1. 65. Ha4! eini leikurinn sem heldur jafnteflinu. Lok skákarinnar urðu: 65…Hd1 66. Ha3 Hd8 67. Ha2+ Hd2 68. Ha3 Hd8 69. Ha2+ Hd2 70. Ha3 Ke1+ 71. Kf3 e2 72. Ha1+ Hd1 73. Ha2 Hd3+ 74. Kg2 Kd1 75. Ha1+ Kd2 76. Kf2 Hd8 77. Ha2+ Kd1 78. Ha1+ Kd2 79. Ha2+ Kd1 80. Ha1+ og jafntefli samið. Skákmót öðlinga hefst í kvöld, sjá nánar á skak.is.