![Árbær Guðrún Karítas Sigurðardóttir verður ekki með í sumar.](/myndir/gagnasafn/2025/02/12/9946f3e3-7db9-4561-ae01-b3d70018d8c4.jpg)
Árbær Guðrún Karítas Sigurðardóttir verður ekki með í sumar.
— Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Knattspyrnukonan Guðrún Karítas Sigurðardóttir verður ekki með Fylki á komandi leiktíð þar sem hún er ólétt að öðru barni sínu en Fylkir leikur í 1. deildinni í sumar. Guðrún skoraði þrjú mörk í 18 leikjum í Bestu deildinni á síðustu leiktíð og 15 mörk í 17 leikjum í 1. deild tímabilið 2023 þegar Fylkir fór upp í efstu deild. Samtals hefur Guðrún skorað 55 mörk í 154 leikjum fyrir Fylki, ÍA, Val, Stjörnuna og KR í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins.