![Gunnar Erlingsson, skuldabréfamiðlari hjá Arion banka.](/myndir/gagnasafn/2025/02/12/d44ed8a2-56c3-46c9-9208-4fdc54a5d9dc.jpg)
Gunnar Erlingsson, skuldabréfamiðlari í Markaðsviðskiptum hjá Arion banka, segir að sér finnist skorta dýpri umræðu um muninn á stýrivöxtum og markaðsvöxtum.
„Manni finnst stundum eins og umræðan sé þannig að reikna megi með að markaðsvextir neglist niður í sama mæli með vaxtalækkunum Seðlabankans. Það verður sennilega ekki alveg þannig þegar ríkið er að gefa út löng bréf eða bankarnir að gefa út verðtryggð bréf í meiri mæli vegna aukinnar ásóknar í verðtryggð lán. Það er ýmislegt annað en eingöngu stýrivextir sem ákvarðar kjör á markaði hverju sinni,“ segir Gunnar.
Hann bendir á að íbúðalánavextir í Bandaríkjunum séu t.a.m. ekkert endilega að elta stýrivaxtalækkanir þar.
„Við getum alveg farið að búast við því þegar líður á árið, eða á næstu tveimur árum, að vaxtakúrfur hérlendis verði upphallandi en ekki
...