Gunnar Erlingsson, skuldabréfamiðlari í Markaðsviðskiptum hjá Arion banka, segir að sér finnist skorta dýpri umræðu um muninn á stýrivöxtum og markaðsvöxtum. „Manni finnst stundum eins og umræðan sé þannig að reikna megi með að markaðsvextir…
Gunnar Erlingsson, skuldabréfamiðlari hjá Arion banka.
Gunnar Erlingsson, skuldabréfamiðlari hjá Arion banka.

Gunnar Erlingsson, skuldabréfamiðlari í Markaðsviðskiptum hjá Arion banka, segir að sér finnist skorta dýpri umræðu um muninn á stýrivöxtum og markaðsvöxtum.

„Manni finnst stundum eins og umræðan sé þannig að reikna megi með að markaðsvextir neglist niður í sama mæli með vaxtalækkunum Seðlabankans. Það verður sennilega ekki alveg þannig þegar ríkið er að gefa út löng bréf eða bankarnir að gefa út verðtryggð bréf í meiri mæli vegna aukinnar ásóknar í verðtryggð lán. Það er ýmislegt annað en eingöngu stýrivextir sem ákvarðar kjör á markaði hverju sinni,“ segir Gunnar.

Hann bendir á að íbúðalánavextir í Bandaríkjunum séu t.a.m. ekkert endilega að elta stýrivaxtalækkanir þar.

„Við getum alveg farið að búast við því þegar líður á árið, eða á næstu tveimur árum, að vaxtakúrfur hérlendis verði upphallandi en ekki

...