” Fjárfesting drífur efnahagslífið áfram.
![](/myndir/gagnasafn/2025/02/12/1105cc7e-242f-447b-83a8-ecb0f418a6e1.jpg)
Fjárfestingar
Heiðrún Lind Marteinsdóttir
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi
Fjárfesting er áhugavert orð. Það segir í raun að verið sé að festa fjármuni í tilteknu verkefni. Það er gert í þeirri von að þeir fjármunir skili sér til baka, jafnvel með ávöxtun. Fjárfesting drífur efnahagslífið áfram og hagur okkar allra batnar. Nýlega heyrði ég þó talað um fjárfestingar í nokkuð neikvæðum tón. Formaður Samfylkingarinnar beindi þá spjótum að fjárfestingum í sjávarútvegi. Virtist hún álykta tvennt; annars vegar að þær sýndu að það væri svigrúm til aukinnar skattheimtu og hins vegar að fjárfestingar hefðu neikvæð áhrif á veiðigjald. Þetta eru hagfræðilegar málflutningsæfingar sem ekki hafa heyrst áður.