Fjölskyldan Védís ásamt manni sínum, föður, börnum og tengdabörnum í giftingu Áshildar og Teits árið 2021.
Fjölskyldan Védís ásamt manni sínum, föður, börnum og tengdabörnum í giftingu Áshildar og Teits árið 2021.

Védís Jónsdóttir er fædd 12. febrúar 1965 á Akranesi og ólst upp í Melaleiti, sem stendur við ósa Borgarfjarðar. „Sem barn elskaði ég að teikna og búa til föt.“

Védís gekk í Heiðarskóla og síðan í 9. bekk á Akranesi áður en hún hóf nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð, þaðan sem hún útskrifaðist 1984. Að loknu stúdentsprófi lá leiðin til Kaupmannahafnar, þar sem hún lærði fatahönnun við Skolen for Brugskunst sem í dag heitir Det Kongelige Akademi – Arkitektur, Design og Konservering, betur þekktur sem Danmarks Design Skolen, og útskrifaðist þaðan 1989.

Áður en hún lauk námi bauðst henni starf sem hönnuður hjá Álafossi, þar sem hún starfaði í tvö ár. „Það var ógleymanlegur tími meðan fataframleiðsla á Íslandi var enn í fullum gangi og útflutningur um allan heim.“

...