Nauðsynlegt skref í því að styrkja og efla getu lögreglu til greininga á farþegaupplýsingum verður stigið ef frumvarp í samráðsgátt stjórnvalda nær fram að ganga, samkvæmt tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu
Eftirlit Mikill fjöldi fólks fer í gegnum Leifsstöð á hverjum degi.
Eftirlit Mikill fjöldi fólks fer í gegnum Leifsstöð á hverjum degi. — Morgunblaðið/Karítas

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Nauðsynlegt skref í því að styrkja og efla getu lögreglu til greininga á farþegaupplýsingum verður stigið ef frumvarp í samráðsgátt stjórnvalda nær fram að ganga, samkvæmt tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu.

Þar eru breytingar á lögum sem gera flugfélögum og öðrum farþegaflytjendum kleift að afhenda íslenskum yfirvöldum farþegaupplýsingar. „Um er að ræða nauðsynlegt skref í því að styrkja og efla getu lögreglu til greininga slíkra upplýsinga, sem er mikilvægur liður í því að koma í veg fyrir og rannsaka alvarleg afbrot, þar á meðal skipulagða brotastarfsemi og mansal,“ segir m.a. í tilkynningunni.

„Með þessu frumvarpi tökum við mikilvægt skref fyrir löggæsluna í landinu og um leið öryggi fólksins í landinu. Við þurfum að hafa góða yfirsýn yfir hverjir eru að koma til landsins og dvelja hérna. Skipulögð brotastarfsemi hefur fest rætur

...