![Vegagerðin Rannsóknir skipa stóran sess í starfi stofnunarinnar.](/myndir/gagnasafn/2025/02/13/808b17da-1e5d-4daf-af5d-b755ff370d17.jpg)
Vegagerðin Rannsóknir skipa stóran sess í starfi stofnunarinnar.
— Morgunblaðið/sisi
Í ár bárust alls 120 umsóknir um verkefnastyrk til Rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar upp á samtals 418.492.204 krónur.
Rannsóknasjóðurinn hefur 150 milljónir króna til umráða á þessu ári. Tilkynnt verður um úthlutun úr sjóðnum í byrjun mars.
Fram kemur í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar að í fyrsta skipti í sögu sjóðsins koma flestar umsóknir frá háskólasamfélaginu og tengdum stofnunum, eða 40 prósent.
Háskólar hafa verið að sækja í sig veðrið undanfarin ár og voru umsóknir þaðan t.d. 8 prósent árið 2020. Stærsti hópur umsækjenda til þessa hefur verið verkfræðistofur. Aðrar umsóknir koma til dæmis frá opinberum stofnunum, fyrirtækjum og starfsmönnum hjá Vegagerðinni.
Rannsóknum Vegagerðarinnar er skipt í fjóra
...