Sýningin Echo verður opnuð á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum í dag kl. 17-20. Um er að ræða samsýningu sex norskra og íslenskra listamanna en sendiherra Noregs á Íslandi, Cecilie Annette Willoch, opnar sýninguna
Sýningin Echo verður opnuð á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum í dag kl. 17-20. Um er að ræða samsýningu sex norskra og íslenskra listamanna en sendiherra Noregs á Íslandi, Cecilie Annette Willoch, opnar sýninguna. Sýningarstjóri er Páll Haukur Björnsson en listamennirnir eru Cathrine Finsrud, Elva Hreiðarsdóttir, Gíslína Dögg Bjarkadóttir, Hildur Björnsdóttir, Lill-Anita Olsen og Soffía Sæmundsdóttir. Í tilkynningu segir að sýnendur hafi starfað saman undanfarin ár í Noregi og á Íslandi og sýni nú fjölbreytt verk frá undanförnum árum sem fjalli um náttúruna í víðasta skilningi þess orðs og dragi fram ólíka sýn og upplifun. Sýningin stendur 13.-23. febrúar og er opin daglega kl. 13-17.