Páll Steingrímsson kom í land næstsíðasta dag aprílmánaðar 2021 eftir nokkuð stíft úthald. Þótt hugur hans hafi sennilega að einhverju leyti hverfst um aflabrögðin þá stóð hann í ströngu. Yfirvofandi var skilnaður hans við þáverandi eiginkonu en…
Lífsbarátta Páll Steingrímsson lá milli heims og helju í tvo sólarhringa og var fluttur með sjúkraflugi suður.
Lífsbarátta Páll Steingrímsson lá milli heims og helju í tvo sólarhringa og var fluttur með sjúkraflugi suður. — Morgunblaðið/RAX

Baksvið

Stefán E. Stefánsson

ses@mbl.is

Páll Steingrímsson kom í land næstsíðasta dag aprílmánaðar 2021 eftir nokkuð stíft úthald. Þótt hugur hans hafi sennilega að einhverju leyti hverfst um aflabrögðin þá stóð hann í ströngu. Yfirvofandi var skilnaður hans við þáverandi eiginkonu en samband þeirra hafði verið stormasamt, meðal annars vegna mikilla andlegra veikinda hennar. Höfðu þau auðnubrigði litað samskipti þeirra um nokkurt skeið.

Þegar í land var komið fékk Páll sér herbergi á Hótel Óðinsvéum við Þórsgötu í Reykjavík. Þangað vitjaði eiginkona hans fráfarandi hans og hefur hann lýst því í skýrslutökum og viðtölum að þar hafi hún boðið honum vínglas. Vildi hann ekki þiggja það og erfið samskipti ollu því að hann ákvað að halda norður til Akureyrar en þar hefur Páll

...