Fjórir Íslendingar keppa á heimsmeistaramótinu í alpagreinum í Saalbach í Austurríki í dag. Klukkan 8.45 hefst keppni í stórsvigi kvenna þar sem Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir er á meðal keppenda. Klukkan níu hefst undankeppnin í stórsvigi karla og …

Fjórir Íslendingar keppa á heimsmeistaramótinu í alpagreinum í Saalbach í Austurríki í dag. Klukkan 8.45 hefst keppni í stórsvigi kvenna þar sem Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir er á meðal keppenda. Klukkan níu hefst undankeppnin í stórsvigi karla og þar taka þátt þeir Gauti Guðmundsson, Jón Erik Sigurðsson og Tobias Hansen. Útsending á RÚV hefst kl. 8.35 og svo aftur kl. 12.05 þegar seinni umferðin hefst í stórsvigi kvenna.