Níu af hverjum tíu spjallmennum áttu við vandamál að stríða þegar kom að því að svara fréttatengdum spurningum, samkvæmt nýrri rannsókn sem breska ríkisútvarpið BBC gerði. Voru vandkvæðin misstór, en spjallmennin gátu t.d. ekki heimilda í svörum sínum eða byggðu þau á ónákvæmum fréttum.

Rannsóknin fól í sér að hin ýmsu spjallmenni voru spurð hundrað spurninga sem tengdust fréttum, en spjallmennin voru sérstaklega beðin um að nýta sér fréttir BBC þar sem það væri mögulegt. Svo fóru blaðamenn á vegum BBC með sérþekkingu á viðkomandi fréttum yfir svörin og gáfu þeim einkunn, sem byggðist á þáttum eins og nákvæmni, heimildavinnu, hlutlægni og samhengi.

Reyndist nákvæmnin helsti akkilesarhæll spjallmennanna, en sum svör fólu jafnvel í sér fullyrðingar sem ekki var að finna í þeim heimildum sem spjallmennin áttu að leggja til

...