Hættir Víkingar taka ekki frekari þátt í deildabikarnum í ár.
Hættir Víkingar taka ekki frekari þátt í deildabikarnum í ár. — Morgunblaðið/Eggert

Víkingur úr Reykjavík hefur ákveðið að hætta keppni í deildabikar karla í knattspyrnu. Þetta tilkynnti Knattspyrnusamband Íslands á heimasíðu sinni í gær.

Víkingur spilaði einn leik í deildabikarnum, gegn HK, og vann hann 2:0 en úrslitin hafa verið felld niður. Leikir liðsins gegn Aftureldingu, ÍR, FH og Þór frá Akureyri í 3. riðli A-deildar deildabikarsins falla sömuleiðis niður. Víkingur mætir Panathinaikos í kvöld.