Miklar annir eru hjá Kristínu þar sem æfingar með kokkalandsliðinu voru að hefjast auk þess sem hún starfar á Hótel Grand í eldhúsinu. Það er því engin lognmolla hjá henni og ástríða hennar fyrir matargerð fær að blómstra alla daga
Landsliðskokkur Kristín Birta Ólafsdóttir, matreiðslumeistari og meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu, er mjög hrifin af því að elda og snæða fisk. Smjörsteiktur þorskur er hennar uppáhaldsfiskréttur.
Landsliðskokkur Kristín Birta Ólafsdóttir, matreiðslumeistari og meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu, er mjög hrifin af því að elda og snæða fisk. Smjörsteiktur þorskur er hennar uppáhaldsfiskréttur. — Morgunblaðið/Karítas

Sjöfn Þórðardóttir

sjofn@mbl.is

Miklar annir eru hjá Kristínu þar sem æfingar með kokkalandsliðinu voru að hefjast auk þess sem hún starfar á Hótel Grand í eldhúsinu. Það er því engin lognmolla hjá henni og ástríða hennar fyrir matargerð fær að blómstra alla daga.

„Að vera í kokkalandsliðinu hefur alltaf verið minn draumur og það er ekkert betra en að vinna hlið við hlið með mjög hæfileikaríku og flottu fagfólki, þetta er svo mikil reynsla. Við hófum æfingar um síðustu helgi fyrir heimsmeistaramótið í matreiðslu sem er næsta stóra verkefnið okkar. Þetta er ótrúlega stórt og krefjandi verkefni sem við erum að fara að byrja á, en samt svo skemmtilegt og spennandi. Það er tiltölulega langt í mótið en æfingaplanið er klárt. Hvert einasta smáatriði verður þróað og fínpússað. Ég er með háar væntingar og býst ekki við öðru

...