Skýr framsetning, góð hönnun fyrir snjalltæki, kort sem þysja inn og út og enn betra aðgengi að gögnum um síkvika náttúru. Þetta voru lykilatriði við hönnun á nýjum vef Veðurstofu Íslands en fyrsti hluti hans var gerður aðgengilegur í síðustu viku
— Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Skýr framsetning, góð hönnun fyrir snjalltæki, kort sem þysja inn og út og enn betra aðgengi að gögnum um síkvika náttúru. Þetta voru lykilatriði við hönnun á nýjum vef Veðurstofu Íslands en fyrsti hluti hans var gerður aðgengilegur í síðustu viku. Sá er á slóðinni gottvedur.is þar sem er að finna flest sem viðvíkur veðri; það er spár, athuganir, viðvaranir og fleira með texta og skýringum.

„Við erum þakklát fyrir viðbrögð frá notendum, en þeirra óskuðum við svo við endanlega þróun vefsins mætti fínpússa allt og gera sem best,“ segir Hildigunnur H.H. Thorsteinsson forstjóri Veðurstofunnar í samtali við Morgunblaðið.

Vaktað í krafti vísinda

Vefur Veðurstofunnar, í þeirri

...