„Ég var kominn með hugmyndina að ritgerðinni áður en ég flutti heim frá Grikklandi og vissi að ég myndi vilja skrifa um eitthvað sem tengdist íþróttum,“ segir Ögmundur Kristinsson, fótboltamaður hjá Val og fyrrverandi landsliðsmaður, en…
Viðtal
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
„Ég var kominn með hugmyndina að ritgerðinni áður en ég flutti heim frá Grikklandi og vissi að ég myndi vilja skrifa um eitthvað sem tengdist íþróttum,“ segir Ögmundur Kristinsson, fótboltamaður hjá Val og fyrrverandi landsliðsmaður, en hann var í atvinnumennsku í fótbolta um tíu ára skeið. Ögmundur lauk meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík á dögunum og lokaritgerðin fjallar um réttarstöðu íþróttamanna í lyfjamálum en hann segir að hugmyndin hafi mótast í samtölum sínum við leiðbeinanda sinn, Ragnar Baldursson.
Sanngirni í leiknum
Mikið hefur verið skrifað um lyfjanotkun íþróttamanna í gegnum tíðina. Margir minnast sögu hjólreiðamannsins Lance Armstrongs, sem hafði
...