![Góðviðrisdagar Upplagt er að nýta dagana til að fara í göngutúra.](/myndir/gagnasafn/2025/02/13/d92a4050-6549-47b5-9ff0-f072a82d5a2e.jpg)
Góðviðrisdagar Upplagt er að nýta dagana til að fara í göngutúra.
— Morgunblaðið/Karítas
Eftir fremur kaldan vetur það sem af er hefur breyting orðið í febrúarmánuði.
Trausti Jónsson veðurfræðingur segir á bloggi sínu Hungurdiskum að fyrstu 10 dagar febrúarmánaðar 2025 hafi verið hlýir – en harla illviðrasamir.
Meðalhiti í Reykjavík er +2,5 stig, +2,5 stigum ofan meðallags sömu daga árin 1991 til 2020 og +2,7 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára.
Hitinn raðast í 5. hlýjasta sæti (af 25) á öldinni. Hlýjastir voru þessir dagar árið 2017, meðalhiti þá +3,4 stig, en kaldastir voru þeir 2009, meðalhiti -3,7 stig.
Á langa listanum raðast hitinn í 24. hlýjasta sæti, af 153 mældum mánuðum. Hlýjast var 1965, meðalhiti þá +6,0 stig, en kaldast var 1912, meðalhiti -7,8
...