Samtök skattgreiðenda krefjast þess að héraðssaksóknari rannsaki meint brot þeirra stjórnmálasamtaka sem fengið hafa ofgreidda fjárstyrki úr hendi ríkissjóðs og sveitarfélaga og beiti þeim úrræðum sem lög um meðferð sakamála kveða á um, ef í ljós kemur að refsilög hafi verið brotin
Alþingi Leitað hefur verið til saksóknara vegna styrkjamálsins.
Alþingi Leitað hefur verið til saksóknara vegna styrkjamálsins. — Morgunblaðið/Karítas

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Samtök skattgreiðenda krefjast þess að héraðssaksóknari rannsaki meint brot þeirra stjórnmálasamtaka sem fengið hafa ofgreidda fjárstyrki úr hendi ríkissjóðs og sveitarfélaga og beiti þeim úrræðum sem lög um meðferð sakamála kveða á um, ef í ljós kemur að refsilög hafi verið brotin.

Í erindi samtakanna, sem Morgunblaðið hefur undir höndum og sent var héraðssaksóknara í gær, miðvikudag, segir m.a. að fram hafi komið opinberlega upplýsingar um að stjórnmálasamtök sem fengið hafi frambjóðendur kosna í kosningum undanfarin ár, hafi ekki uppfyllt þær kröfur sem lög mæla fyrir um og varða skilyrði fyrir styrkjunum.

„Er alvarlegast að viðkomandi samtök virðast alls ekki hafa ráðstafað framlögum sínum til þeirra útgjalda sem lögin taka til.

...